3-5. maí 2019

Sveinstindur

 • Mesta hæð

  2.044 m

 • Hækkun

  2.000 m

 • Áætluð gönguvegalengd

  25-26 km

 • Áætlaður göngutími

  14-16 klst.

 • Erfiðleikastig

  5 / 5 - Krefjandi fjallganga

 • Göngubyrjun

  Við bæinn Kvísker í Öræfum

 • Verð

  28.000,-

Lýsing ferðar

Sveinstindur í Öræfajökli er næst hæsti tindur landsins á eftir Hvannadalshnúki og er í austur hluta öskju Öræfajökuls. Þessi ferð er bæði gönguferð og fjallaskíðaferð. Allir fara samferða upp, en svo verður hópnum skipt upp á leiðinni niður. Fjallaskíðafólkið verður því á undan niður.
Lagt er upp frá Kvískerjum og farin svokölluð læknaleið upp. Sveinn Pálsson læknir fór fyrstur þessa leið þann 11. ágúst árið 1794. Þennan sama dag áttaði hann sig líklega fyrstur í heimi á eðli skriðjökla, þ.e. að þeir skríða fram seigfljótandi undan eigin þunga.
Þessi leið er mjög skemmtileg og fjölbreytt og ennfremur verður komið við á Sveinsgnýpu sem er skammt frá Sveinstindi.
Lagt verður af stað í bítið eða líklega um kl. 4 aðfararnótt 4. maí og má búast við að gangan klárist seinnipartinn síðar um daginn.
Athugið að í aðdraganda ferðarinnar verður fjallað nánar um tímasetningu og athugið að 5. maí er til vara ef aðstæður krefjast.

Undirbúningur: Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi undirbúið sig með reglubundnum göngum og hækkun. Heppilegt er til dæmis að taka göngu tvisvar í viku upp á Þverfellshorn eða Kerhólakamb eða sambærilegt síðustu fimm vikurnar fyrir göngu, en hvíla í nokkra daga áður en viðburðurinn á sér stað.

Settar verða inn ráðleggingar á síðu viðburðarins varðandi fatnað og búnað að öðru leyti og í sambandi við nesti.

Verð er kr. 28.000 m/vsk
Lágmarksfjöldi 18 manns.

Skráning fer fram á vesen.felog.is. Byrja þarf á því að skrá sig sem iðkanda og ábyrgðarmann og svo er hægt að velja ferðina. Hægt er að skipta greiðslum í þrjá hluta og greiða með greiðslukorti eða greiðsluseðli.
Staðfestingargjald greiðist við pöntun eins og segir í lýsingu viðkomandi ferðar, ígildi staðfestingargjalds í þessa ferð er kr. 10.000. 

 • Það sem þarf meðferðis:

  Góðir gönguskór
  Hlýr fatnaður
  Skel (jakki og buxur)
  Bakpoki
  Nesti & drykkir
  Jöklabroddar
  Gönguöxi
  Klifurbelti (göngubelti)
  Læst karabína

  Að auki fyrir fjallaskíðafólk:
  Skíðabroddar (Broddar undir bindingar)
  Jöklabroddar sem passa á skíðaklossa
  Snjóflóðaýlir
  Snjóflóðastöng
  Skófla
  Hjálmur (val)


Myndir úr göngu á Sveinstind


Wildboys